Enski boltinn

Song: Verðum að vinna stóran titil til að halda Fabregas

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Fer Fabregas frá Arsenal í sumar?
Fer Fabregas frá Arsenal í sumar? Getty Images

Alex Song telur að Arsenal verði að vinna stóran titil á þessari leiktíð ef félagið ætli að halda í Spánverjann Cesc Fabregas. Leikmaðurinn hefur verið eftirsóttur af bæði Barcelona og Real Madrid og talið að tilboð muni koma í Fabregas muni koma í sumar.

„Við verðum að vinna stóran titil til að halda Cesc, það er mín skoðun," sagði Song sem leikur við hlið Fabregas á miðjunni. „Hann hefur bætt sig mikið og allir sjá það. Það sem er mikilvægt er að hann elski klúbbinn. Ég veit að hann gerir það en hann mun ekki bíða að eilífu eftir titlum."

Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 er félagið varð bikarmeistari. Liðið er enn með í öllum keppnum og keppir til úrslita í deildarbikarnum seinna í mánuðinum. Arsenal er fjórum stigum á eftir Manchester United í deildinni og mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×