Enski boltinn

West Ham að vinna kapphlaupið um Ólympíuleikvanginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völlurinn glæsilegi.
Völlurinn glæsilegi.

BBC-fréttastofan greindi frá því í kvöld að West Ham hefði unnið slaginn um Ólympíuleikvanginn í London og félagið tæki því við vellinum eftir ÓL árið 2012.

West Ham var í harðri baráttu við Tottenham um völlinn og forráðamönnum ÓL 2012 virðist líka betur við hugmyndir West Ham en Spurs.

West Ham er til í að halda hlaupabrautinni og leyfa öðrum íþróttum að njóta vallarins en forráðamenn Spurs vilja umbreyta vellinum og gera hann að alvöru knattspyrnuvelli.

Forráðamenn West Ham geta þó ekki opnað kampavínið alveg strax því lokaákvörðurin liggur hjá ríkisstjórn Bretlands og borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson.

Lokaákvörðun verður tekin á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×