Enski boltinn

Mark Hughes hættur sem stjóri Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Mynd/AFP
Mark Hughes hefur sagt upp störfum hjá Fulham eftir aðeins ellefu mánuði í starfi á Craven Cottage. Hughes hefur verið sterklega orðaður við Aston Villa og þessar fréttir ýta undir þær sögusagnir að hann sé að taka við starfi Gérard Houllier á Villa Park.

Hughs neitar því að eitthvað félag hafi verið búið að bjóða honum starf. „Ég er ungur metnaðarfullur stjóri og ætla að finna mér nýtt starf til að safna enn frekar í reynsluboltann," hefur BBC eftir Hughes.

Fulham náði 8. sæti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Aston Villa kom í næsta sæti á eftir Fulham en verður ekki með í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Hughes vildi halda Eið Smára Guðjohnsen hjá Fulham samkvæmt fréttum enskra miðla en með brotthvarfi Hughes er ljóst að framtíð íslenska landsliðsmannsins hjá Fulham er í uppnámi þar sem að ekki er að ljóst hver verður stjóri félagsins á næsta tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×