Ólafur: Bestu leikir mínir gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 06:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar eftir að hafa lagt upp mark fyrir Heiðar Helguson í leik Íslands gegn Noregi í september í fyrra. Mynd/Anton Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Ísland mætir Noregi og Kýpur í byrjun september en Ólafur hefur valið 22 leikmenn fyrir leikina. Ísland mætir svo Portúgal ytra í október og verður það síðasti leikur Ólafs með landsliðið. „Norðmenn eru með frábært fótboltalið og hafa staðið sig feiknarlega vel. Við höfum verið með þeim í riðli í síðustu tveimur keppnum og við verðum einnig með þeim næst. Þessi lið þekkjast því mjög vel.“ Ísland hefur tvívegis gert jafntefli við Noreg undir stjórn Ólafs og einu sinni tapað naumlega. Það var á heimavelli í núverandi undankeppni er Ísland tapaði, 2-1. „Kannski hafa þessir þrír leikir verið þeir bestu sem liðið hefur spilað undir minni stjórn.“ Jafnteflin tvö sem Ísland gerði við Noreg í síðustu undankeppni reyndust Norðmönnum dýrkeypt. Fyrir vikið komust þeir ekki í umspil um sæti á HM 2010. „Þeir eru meðvitaðir um það. Samt sem áður hefur umræðan í Noregi fyrst og fremst snúist um leik þeirra gegn Dönum þann 6. september. Vonandi halda þeir því áfram og gleyma okkur.“ „En einhverra hluta vegna hefur leikstíll Norðmanna hentað okkur í gegnum tíðina. Við erum því þokkalega bjartsýnir fyrir þennan leik.“ „Að undanförnu hef ég verið að skoða leiki okkar gegn Norðmönnum og við komum til með að leggja upp með að spila stífan varnarleik gegn þeim úti. Við höfum eitt stig sem við ætlum okkur að verja en við munum reyna að sækja tvö.“ „Kýpur er svo lið sem við vitum minna um. Kýpverjar hafa skipt um þjálfara og eflaust hefur eitthvað breyst hjá þeim. Það hefur líka gengið illa að fá upptöku af þeirra leikjum.“ Ísland hefur mætt Kýpverjum tvívegis ytra á undanförnum árum - einu sinni í núverandi undankeppni og einu sinni í æfingaleik. Liðin gerðu jafntefli í bæði skiptin. „Við vitum því ágætlega mikið um þá. En þegar á heildina er litið verða þetta tveir hörkuleikir fyrir okkur.“ Ísland tapaði 4-0 fyrir Ungverjalandi fyrr í mánuðinum og segir Ólafur að sú ferð hafi ekki nýst honum vel. „Við prófuðum að spila með einn djúpan miðjumann - ég held að við ráðum ekki við það. En mér fannst liðið spila boltanum ágætlega á köflum - við héldum boltanum ágætlega og gerðum betur en við höfðum gert í síðustu leikjum á undan.“ „En svo fengum við á okkur mark og það er eðlilegt að leikur liðsins hafi dottið niður eftir það enda sjálfstraustið lítið. Við byrjuðum svo ágætlega í seinni hálfleik en það fjaraði svo út.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Ísland mætir Noregi og Kýpur í byrjun september en Ólafur hefur valið 22 leikmenn fyrir leikina. Ísland mætir svo Portúgal ytra í október og verður það síðasti leikur Ólafs með landsliðið. „Norðmenn eru með frábært fótboltalið og hafa staðið sig feiknarlega vel. Við höfum verið með þeim í riðli í síðustu tveimur keppnum og við verðum einnig með þeim næst. Þessi lið þekkjast því mjög vel.“ Ísland hefur tvívegis gert jafntefli við Noreg undir stjórn Ólafs og einu sinni tapað naumlega. Það var á heimavelli í núverandi undankeppni er Ísland tapaði, 2-1. „Kannski hafa þessir þrír leikir verið þeir bestu sem liðið hefur spilað undir minni stjórn.“ Jafnteflin tvö sem Ísland gerði við Noreg í síðustu undankeppni reyndust Norðmönnum dýrkeypt. Fyrir vikið komust þeir ekki í umspil um sæti á HM 2010. „Þeir eru meðvitaðir um það. Samt sem áður hefur umræðan í Noregi fyrst og fremst snúist um leik þeirra gegn Dönum þann 6. september. Vonandi halda þeir því áfram og gleyma okkur.“ „En einhverra hluta vegna hefur leikstíll Norðmanna hentað okkur í gegnum tíðina. Við erum því þokkalega bjartsýnir fyrir þennan leik.“ „Að undanförnu hef ég verið að skoða leiki okkar gegn Norðmönnum og við komum til með að leggja upp með að spila stífan varnarleik gegn þeim úti. Við höfum eitt stig sem við ætlum okkur að verja en við munum reyna að sækja tvö.“ „Kýpur er svo lið sem við vitum minna um. Kýpverjar hafa skipt um þjálfara og eflaust hefur eitthvað breyst hjá þeim. Það hefur líka gengið illa að fá upptöku af þeirra leikjum.“ Ísland hefur mætt Kýpverjum tvívegis ytra á undanförnum árum - einu sinni í núverandi undankeppni og einu sinni í æfingaleik. Liðin gerðu jafntefli í bæði skiptin. „Við vitum því ágætlega mikið um þá. En þegar á heildina er litið verða þetta tveir hörkuleikir fyrir okkur.“ Ísland tapaði 4-0 fyrir Ungverjalandi fyrr í mánuðinum og segir Ólafur að sú ferð hafi ekki nýst honum vel. „Við prófuðum að spila með einn djúpan miðjumann - ég held að við ráðum ekki við það. En mér fannst liðið spila boltanum ágætlega á köflum - við héldum boltanum ágætlega og gerðum betur en við höfðum gert í síðustu leikjum á undan.“ „En svo fengum við á okkur mark og það er eðlilegt að leikur liðsins hafi dottið niður eftir það enda sjálfstraustið lítið. Við byrjuðum svo ágætlega í seinni hálfleik en það fjaraði svo út.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36
Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15
Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27
Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45