Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 07:00 Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráðamönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. Nordic Photos / Getty Images Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann." Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann."
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira