Enski boltinn

Dalglish vonast til að Gerrard verði með á móti Wigan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/AFP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er vongóður um að fyrirliðinn Steven Gerrard verði orðinn góður fyrir leik liðsins á móti Wigan á laugardaginn. Gerrard missti af landsleik Englendinga og Dana vegna meiðsla á nára.

Gerrard meiddist í sigurleiknum á móti Chelsea um síðustu helgi en hann hefur verið í meðferð á Melwood-æfingasvæðinu alla þessa viku og það lítur ágætlega út að hann nái næsta leik.

„Það er enn bara fimmtudagur og þetta kemur betur í ljós þegar nær dregur leiknum. Auðvitað vonumst við til þess að hann verði klár í leikinn," sagði Kenny Dalglish.

„Eins og er þá vitum við ekki betur en allir landsliðsmennirnir okkar séu að skila sér heilir til baka. Það er helst óvissa með Martin Skrtel sem fór til móts við slóvakíska landsliðið en kom strax til baka," sagði Dalglish.

Liverpool er búið að vinna fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki fengið á sig eitt einasta mark í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×