Enski boltinn

Shefki Kuqi á að fylla skarðið sem Andy Carroll skildi eftir

Shefki Kuqi er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hinn 34 ára gamli finnski framherja á að fylla skarðið sem Andy Carroll skildi eftir í framlínu Newcastle.
Shefki Kuqi er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hinn 34 ára gamli finnski framherja á að fylla skarðið sem Andy Carroll skildi eftir í framlínu Newcastle. Nordic Photos/Getty Images

Shefki Kuqi er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hinn 34 ára gamli finnski framherja á að fylla skarðið sem Andy Carroll skildi eftir í framlínu Newcastle. Carroll var sem kunnugt er seldur til Liverpool fyrir 35 milljónir punda eða 6,5 milljarða kr.

Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle segir að leikmaðurinn ætti að henta liðinu vel. „Hann þekkir ensku deildina vel og er klár í slaginn í næsta leik. Shefki er líkamlega sterkur og sannur atvinnumaður," sagði Pardew við enska fjölmiðla í dag. Swansea var síðasti vinnuveitandi Kuqi sem hefur komið víða við á ferlinum: Stockport , Sheffield Wed., Ipswich, Blackburn, Crystal Palace, Fulham, Swansea og Derby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×