Enski boltinn

Real Madrid með hæstu ársveltuna - sjö ensk lið á topp 20 listanum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jose Mourinho er knattspyrnustjóri Real Madrid á Spáni.
Jose Mourinho er knattspyrnustjóri Real Madrid á Spáni. Nordic Photos/Getty Images
 

 

Spænska liðið Real Madrid er með mestu ársveltu allra fótboltaliða heims og Barcelona kemur þar rétt á eftir í úttekt sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði. Eignir og skuldir eru ekki í þessum útreikningnum Deloitte en af 20 efstu liðunum á þessum lista eru 7 lið úr ensku úrvalsdeildinni.

Athygli vekur að Manchester City fer úr 20. sæti í það 11. þrátt fyrir að liðið sé ekki í Meistaradeild Evrópu. Ársvelta Real Madrid er um 67 milljarðar kr. eða 359 milljón pund.

Man City er talið vera ríkasta fótboltalið heims en ársvelta liðsins var um 23 milljarðar kr. á síðasta rekstrarári, 2009-2010 en til samanburðar var ársvelta liðsins 2008-2009 um 16,2 milljarðar kr.

Alan Switzer, talsmaður Deloitte,, sagði í gær að þrátt fyrir að eigendur Man City væru með gríðarlega sterkt bakland kæmi það ekki fram í þessum tölum. Félagið hefði gert ýmsa samstarfssamninga víðsvegar um heiminn sem tryggði liðinu meiri veltu en áður.

Staða Arsenal á þessum lista er góð en félagið hefur aukið umsvif sín umtalsvert eftir að félagið fékk nýjan heimavöll - Emirates Stadium. Liðið er á sama stað miðað við töfluna í fyrra, í fimmta sæti, með ársveltu upp á um 42 milljarða kr. Fyrir áratug var Arsenal í 13. sæti á þessum lista.

Liverpool fellur um eitt sæti á þessum lista og er liðið í áttunda sæti með um 35 milljarða kr. ársveltu. Switzer segir að staða liðsins á þessum lista muni ekki breytast mikið ef ekki verði byggður nýr heimavöllur fyrir Liverpool þar sem fleiri áhorfendur kæmust á heimaleikina.

20 efstu á lista yfir mestu ársveltu fótboltafélaga 2009-2010:

1. Real Madrid, Spánn (359 milljónir punda/ 67.1 milljarðar kr.)

2. Barcelona, Spánn (326 milljónir punda/ 61 milljarðar kr.)

3. Manchester United, England (286 milljónir punda / 53.4 milljarðar kr.)

4. Bayern München, Þýskaland (265 milljónir punda / 49.5 milljarðar kr.)

5. Arsenal, England (224 milljónir punda / 41.8 milljarðar kr.)

6. Chelsea, England (210 milljónir punda / 39.3 milljarðar kr.)

7. AC Milan, Ítalía (193 milljónir punda / 36.1 milljarðar kr.)

8. Liverpool, England (185 milljónir punda / 34.6 milljarðar kr.)

9. Inter, Ítalía (184 milljónir punda / 34.4 milljarðar kr.)

10. Juventus, Ítalía (168 milljónir punda / 31.4 milljarðar kr.)

11. Manchester City, England (125 milljónir punda / 23.4 milljarðar kr.)

12. Tottenham, England (120 milljónir punda / 22.4 milljarðar kr.)

13. Hamburger SV, Þýskaland (120 milljónir punda / 22.4 milljarðar kr.)

14. Lyon, Frakkland (120 milljónir punda / 22.4 milljarðar kr.)

15. Marseille, Frakkland (116 milljónir punda /21.7 milljarðar kr.)

16. Schalke, Þýskaland (115 milljónir punda / 21.5 milljarðar kr.)

17. Atletico Madrid, Spánn (102 milljónir punda /19.1 milljarðar kr.)

18. Roma, Ítalía (101 milljónir punda / 18.8 milljarðar kr.)

19. Stuttgart, Þýskaland (94 milljónir punda / 17.6 milljarðar kr.)

20. Aston Villa, England (90 milljónir punda /16.8 milljarðar kr.)














Fleiri fréttir

Sjá meira


×