Íslenski boltinn

Björgólfur lánaður til Fylkis

Framherjinn Björgólfur Takefusa er kominn í raðir Fylkis frá Víkingi. Hann er lánaður til félagsins í eitt ár. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Björgólfur skoraði 7 mörk í 14 leikjum í sumar en flest komu þau reyndar eftir að Víkingur var fallinn.

Framherjinn vildi spila áfram í efstu deild og var meðal annars sterklega orðaður við ÍA.

Hinn nýi þjálfari Fylkis, Ásmundur Arnarsson, ætlar að styrkja lið Fylkis enn meira og er Þórsarinn Atli Sigurjónsson sterklega orðaður við Fylki þessa dagana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×