Umfjöllun: Dramatískt jöfnunarmark hélt spennu í toppbaráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson á KR-velli skrifar 17. júlí 2011 19:02 Mynd/Stefán Valsmenn enduðu tíu leikja sigurgöngu KR-inga í öllum keppnum með því að ná 1-1 jafntefli á KR-vellinum í kvöld í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Það munar því áfram aðeins einu stigi á tveimur efstu liðum deildarinnar, en KR á að vísu leik til góða. Mörkin í leiknum létu bíða efrir sér því þau komu bæði á lokamínútum leiksins sem voru afar dramatískar. Valsmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 86. mínútu og kom KR þá í 1-0 en hann bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Pól Jóhannus Justinussen þremur mínútum síðar. KR-ingar hefði náð fjögurra stiga forskoti á Val á toppnum með sigri en nú munar áfram aðeins einu stigi á liðunum. KR hafði unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í kvöld þar af fjóra þeirra í Pepsi-deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur en knattspyrnan sem var spiluð var ekkert sérstaklega góð. Það skánaði aðeins í seinni hálfleik. Þá byrjuðu Valsmenn betur en KR-ingar tóku völdin á vellinum eftir því sem leið á leikinn. Valsmenn voru mjög fastir fyrir í sínum varnarleik en að sama skapi var lítið bit í sóknarleik liðsins. Þeir voru hættulegastir í skyndisóknum og í einni slíkri, rúmum 20 mínútum fyrir leikslok, vildu Valsmenn fá víti. Grétar Sigfinnur Sigurðarson braut á varamanningum Matthíasi Guðmundssyni en ekkert var dæmt. Valsmenn voru afar ósáttir. Stuttu síðar átti bakvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson skalla í slá og var nálægt því að stela senunni. En pressa KR-inga bar árangur en það þurfti Valsmann til að koma boltanum yfir línuna. Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni er hann stýrði boltanum í eigið net eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Valsmenn gáfust þó ekki upp og Halldór Kristinn náði að bæta fyrir fyrri mistökin með því að leggja upp jöfnunarmarkið. Hann skallaði sendingu fyrrum KR-ingsins Ingólfs Sigurðssonar úr aukaspyrnu að marki KR og Pól Justinussen fylgdi á eftir og skoraði. KR-ingar hafa nú leikið sextán leiki í röð án taps í öllum keppnum en Valsmenn eru ósigraðir í síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þessi tvö lið hafa nú tekið nokkuð afgerandi forystu í deildinni en úrslitin í þessum leik þýða að Valsmenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Tímabilið er nú hálfnað og aldrei að vita nema að titillinn verður undir þegar þess lið mætast aftur í lokaumferð deildarinnar, seint í haust.KR – Valur 1-1Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12–12 (2-3)Varin skot: Hannes 2 – Haraldur 2Hornspyrnur: 6–4Aukaspyrnur fengnar: 12–13Rangstöður: 6–0 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Valsmenn enduðu tíu leikja sigurgöngu KR-inga í öllum keppnum með því að ná 1-1 jafntefli á KR-vellinum í kvöld í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Það munar því áfram aðeins einu stigi á tveimur efstu liðum deildarinnar, en KR á að vísu leik til góða. Mörkin í leiknum létu bíða efrir sér því þau komu bæði á lokamínútum leiksins sem voru afar dramatískar. Valsmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 86. mínútu og kom KR þá í 1-0 en hann bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Pól Jóhannus Justinussen þremur mínútum síðar. KR-ingar hefði náð fjögurra stiga forskoti á Val á toppnum með sigri en nú munar áfram aðeins einu stigi á liðunum. KR hafði unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í kvöld þar af fjóra þeirra í Pepsi-deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur en knattspyrnan sem var spiluð var ekkert sérstaklega góð. Það skánaði aðeins í seinni hálfleik. Þá byrjuðu Valsmenn betur en KR-ingar tóku völdin á vellinum eftir því sem leið á leikinn. Valsmenn voru mjög fastir fyrir í sínum varnarleik en að sama skapi var lítið bit í sóknarleik liðsins. Þeir voru hættulegastir í skyndisóknum og í einni slíkri, rúmum 20 mínútum fyrir leikslok, vildu Valsmenn fá víti. Grétar Sigfinnur Sigurðarson braut á varamanningum Matthíasi Guðmundssyni en ekkert var dæmt. Valsmenn voru afar ósáttir. Stuttu síðar átti bakvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson skalla í slá og var nálægt því að stela senunni. En pressa KR-inga bar árangur en það þurfti Valsmann til að koma boltanum yfir línuna. Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni er hann stýrði boltanum í eigið net eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Valsmenn gáfust þó ekki upp og Halldór Kristinn náði að bæta fyrir fyrri mistökin með því að leggja upp jöfnunarmarkið. Hann skallaði sendingu fyrrum KR-ingsins Ingólfs Sigurðssonar úr aukaspyrnu að marki KR og Pól Justinussen fylgdi á eftir og skoraði. KR-ingar hafa nú leikið sextán leiki í röð án taps í öllum keppnum en Valsmenn eru ósigraðir í síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þessi tvö lið hafa nú tekið nokkuð afgerandi forystu í deildinni en úrslitin í þessum leik þýða að Valsmenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Tímabilið er nú hálfnað og aldrei að vita nema að titillinn verður undir þegar þess lið mætast aftur í lokaumferð deildarinnar, seint í haust.KR – Valur 1-1Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12–12 (2-3)Varin skot: Hannes 2 – Haraldur 2Hornspyrnur: 6–4Aukaspyrnur fengnar: 12–13Rangstöður: 6–0
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira