Umfjöllun: Dramatískt jöfnunarmark hélt spennu í toppbaráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson á KR-velli skrifar 17. júlí 2011 19:02 Mynd/Stefán Valsmenn enduðu tíu leikja sigurgöngu KR-inga í öllum keppnum með því að ná 1-1 jafntefli á KR-vellinum í kvöld í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Það munar því áfram aðeins einu stigi á tveimur efstu liðum deildarinnar, en KR á að vísu leik til góða. Mörkin í leiknum létu bíða efrir sér því þau komu bæði á lokamínútum leiksins sem voru afar dramatískar. Valsmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 86. mínútu og kom KR þá í 1-0 en hann bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Pól Jóhannus Justinussen þremur mínútum síðar. KR-ingar hefði náð fjögurra stiga forskoti á Val á toppnum með sigri en nú munar áfram aðeins einu stigi á liðunum. KR hafði unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í kvöld þar af fjóra þeirra í Pepsi-deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur en knattspyrnan sem var spiluð var ekkert sérstaklega góð. Það skánaði aðeins í seinni hálfleik. Þá byrjuðu Valsmenn betur en KR-ingar tóku völdin á vellinum eftir því sem leið á leikinn. Valsmenn voru mjög fastir fyrir í sínum varnarleik en að sama skapi var lítið bit í sóknarleik liðsins. Þeir voru hættulegastir í skyndisóknum og í einni slíkri, rúmum 20 mínútum fyrir leikslok, vildu Valsmenn fá víti. Grétar Sigfinnur Sigurðarson braut á varamanningum Matthíasi Guðmundssyni en ekkert var dæmt. Valsmenn voru afar ósáttir. Stuttu síðar átti bakvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson skalla í slá og var nálægt því að stela senunni. En pressa KR-inga bar árangur en það þurfti Valsmann til að koma boltanum yfir línuna. Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni er hann stýrði boltanum í eigið net eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Valsmenn gáfust þó ekki upp og Halldór Kristinn náði að bæta fyrir fyrri mistökin með því að leggja upp jöfnunarmarkið. Hann skallaði sendingu fyrrum KR-ingsins Ingólfs Sigurðssonar úr aukaspyrnu að marki KR og Pól Justinussen fylgdi á eftir og skoraði. KR-ingar hafa nú leikið sextán leiki í röð án taps í öllum keppnum en Valsmenn eru ósigraðir í síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þessi tvö lið hafa nú tekið nokkuð afgerandi forystu í deildinni en úrslitin í þessum leik þýða að Valsmenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Tímabilið er nú hálfnað og aldrei að vita nema að titillinn verður undir þegar þess lið mætast aftur í lokaumferð deildarinnar, seint í haust.KR – Valur 1-1Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12–12 (2-3)Varin skot: Hannes 2 – Haraldur 2Hornspyrnur: 6–4Aukaspyrnur fengnar: 12–13Rangstöður: 6–0 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Valsmenn enduðu tíu leikja sigurgöngu KR-inga í öllum keppnum með því að ná 1-1 jafntefli á KR-vellinum í kvöld í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Það munar því áfram aðeins einu stigi á tveimur efstu liðum deildarinnar, en KR á að vísu leik til góða. Mörkin í leiknum létu bíða efrir sér því þau komu bæði á lokamínútum leiksins sem voru afar dramatískar. Valsmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 86. mínútu og kom KR þá í 1-0 en hann bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Pól Jóhannus Justinussen þremur mínútum síðar. KR-ingar hefði náð fjögurra stiga forskoti á Val á toppnum með sigri en nú munar áfram aðeins einu stigi á liðunum. KR hafði unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í kvöld þar af fjóra þeirra í Pepsi-deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur en knattspyrnan sem var spiluð var ekkert sérstaklega góð. Það skánaði aðeins í seinni hálfleik. Þá byrjuðu Valsmenn betur en KR-ingar tóku völdin á vellinum eftir því sem leið á leikinn. Valsmenn voru mjög fastir fyrir í sínum varnarleik en að sama skapi var lítið bit í sóknarleik liðsins. Þeir voru hættulegastir í skyndisóknum og í einni slíkri, rúmum 20 mínútum fyrir leikslok, vildu Valsmenn fá víti. Grétar Sigfinnur Sigurðarson braut á varamanningum Matthíasi Guðmundssyni en ekkert var dæmt. Valsmenn voru afar ósáttir. Stuttu síðar átti bakvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson skalla í slá og var nálægt því að stela senunni. En pressa KR-inga bar árangur en það þurfti Valsmann til að koma boltanum yfir línuna. Halldór Kristinn Halldórsson varð fyrir því óláni er hann stýrði boltanum í eigið net eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Valsmenn gáfust þó ekki upp og Halldór Kristinn náði að bæta fyrir fyrri mistökin með því að leggja upp jöfnunarmarkið. Hann skallaði sendingu fyrrum KR-ingsins Ingólfs Sigurðssonar úr aukaspyrnu að marki KR og Pól Justinussen fylgdi á eftir og skoraði. KR-ingar hafa nú leikið sextán leiki í röð án taps í öllum keppnum en Valsmenn eru ósigraðir í síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þessi tvö lið hafa nú tekið nokkuð afgerandi forystu í deildinni en úrslitin í þessum leik þýða að Valsmenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Tímabilið er nú hálfnað og aldrei að vita nema að titillinn verður undir þegar þess lið mætast aftur í lokaumferð deildarinnar, seint í haust.KR – Valur 1-1Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12–12 (2-3)Varin skot: Hannes 2 – Haraldur 2Hornspyrnur: 6–4Aukaspyrnur fengnar: 12–13Rangstöður: 6–0
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn