Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki Ari Erlingsson á Kaplakrikavelli skrifar 17. júlí 2011 18:30 Leikmenn FH fagna hér marki gegn Fram á dögunum. FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira