Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Hafsteinn Hauksson skrifar 24. júlí 2011 18:43 Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira