Enski boltinn

Agger: Gátum ekkert undir stjórn Hodgson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Agger lætur hér Torres finna fyrir því.
Agger lætur hér Torres finna fyrir því.

Daninn Daniel Agger, leikmaður Liverpool, er heldur betur að stimpla sig inn þessa dagana. Agger er ekki að skafa utan af hlutunum og hefur nú sagt Liverpool hafi ekki getað nokkurn skapaðan hlut er Roy Hodgson stýrði liðinu.

"Það er spurning af hverju við vorum svona lélegir hjá Hodgson. Það er erfitt að útskýra það því við spiluðum skelfilega. Við gátum í raun ekki rassgat," sagði Agger grófur og tjáði sig svo um Torres.

"Við óskum honum alls hins besta. Liverpool fékk haug af peningum fyrir hann svo það er engin ástæða til annars en að óska honum alls hins besta," sagði Agger og viðurkenndi að það yrði erfitt að fylla hans skarð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×