Erlent

Bandarískri fréttakonu nauðgað á Frelsistorginu

Lara Logan á Frelsistorginu áður en ráðist var á hana.
Lara Logan á Frelsistorginu áður en ráðist var á hana. Mynd/CBS

Fréttakona frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS liggur nú á spítala þar sem hún nær sér eftir árás sem hún varð fyrir á Frelsistorginu í Kaíró síðastliðinn föstudag.

Fréttakonan Lara Logan var stödd á miðju torginu þegar Mubarak forseti tilkynnti um afsögn sína og stuttu síðar réðist hópur manna að henni og barði hana illa og beitti kynferðislegu ofbeldi. Konur á torginu komu henni síðan til bjargar ásamt hermönnum egypska hersins.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að 53 blaðamenn hafi orðið fyrir árásum á meðan á mótmælunum í Egyptalandi stóð og 76 voru fangelsaðir af yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×