Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey 26. júlí 2011 04:45 Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. Myndir/ap Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira