Erlent

Barnið sýndi að allt væri í lagi með þumlinum

Thumbs Up!
Thumbs Up!
Donna Sayer og Simon Biscoe verðandi foreldrar brá heldur heldur betur í brún þegar þau fóru í 20 vikna sónar á dögunum. Barnið þeirra gaf í skyn að allt í væri í góðu standi með því að sýna þumalinn.

Parið fór í reglubundna skoðun og var þeim tjáð að höfuðið á barni þeirra væri of lítið. Þau voru beðin um að fara í nánari rannsókn á spítala á Kent og Canterbury spítala tveimur vikum síðar en þau búa sjálf Northwood Road, í Whistable á Bretlandi.

Þegar þangað var komið sögðu læknar að höfuðið hefði stækkað og væri nú venjulegri stærð. Parið var fegið að heyra þessi tíðindi en þegar þau skoðuðu sónarmyndina betur kom í ljós að barnið sýndi þumalinn upp, eins og það væri að gefa í skyn að það væri allt í góðu.

„Eftir að búið var að athuga að allt væri í lagi sagði hjúkrunarfræðingurinn að hún hafi ætlað að reyna ná betri myndum af barninu en það hafi ekki verið hægt. Það var eins og barnið væri að fela sig og eina sem þau sáu var að það sýndi þumalinn upp, alveg eins og það væri að sýna að allt væri í lagi. Myndin var mjög skýr."

Donna á von á sér 29. maí næstkomandi og segir að hún hafi sýnt vinum og vandamönnum myndina en þau gapa af undrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×