Mikið afrek að slá út þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 07:30 KR-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppninni en það þurfti sameinað átak að slá út hið geysisterka Zilina-lið í Slóvakíu í gær. Mynd/Stefán KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira