Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2011 07:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Anton „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira