Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2011 07:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Anton „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
„Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti