Rússum spáð kosningasigri 17. september 2011 01:00 Líklegur sigurvegari Stór veggmynd af Nils Usakovs, hinum 34 ára gamla leiðtoga rússneskumælandi Letta, blasir við á húsvegg í höfuðborginni Ríga. nordicphotos/AFP „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira