Glæsilegur sigur á einu sterkasta liði heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2011 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2 Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjá meira
Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki