Enski boltinn

Chelsea ætlar að selja nafnið á Stamford Bridge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stamford Bridge.
Stamford Bridge. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea hefur ákveðið að ná sér í aukatekjur með því að selja nafnið á Stamford Bridge leikvanginum sínum og mun félagið tilkynna um nýjan styrktaraðila og nýtt nafn á vellinum á nýja árinu.

Þetta kemur eftir að félaginu tókst ekki að kaupa landið sem hýsir Stamford Bridge leikvanginn en forráðamenn Chelsea hafa verið að reyna stíga fyrstu skrefin í að flytja á stærri og betri leikvang.

„Við búumst við að tilkynna um sölu á nafni leikvangsins á næstu sex til átta mánuðum. Það verður stórt skref í átt að því að auka tekjurnar," sagði stjórnarformaðurinn Ron Gourlay en félagið vill komast á stærri völl sem fyrst.

„Chelsea er orðið of stórt fyrir Stamford Bridge. Við þurfum 60 til 65 þúsund manna völl. Við erum núna bara með áttunda stærsta völlinn í Englandi og erum aðeins í 61. sæti yfir stærstu velli Evrópu," sagði Gourlay. Stamford Bridge tekur rúmlega 42 þúsund manns en það er aðeins pláss fyrir 38 þúsund manns á Meistaradeildarkvöldum vegna reglna UEFA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×