Enski boltinn

Sunderland sektaði Bramble

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble í leik með Sunderland fyrr á þessu ári.
Titus Bramble í leik með Sunderland fyrr á þessu ári. Nordic Photos / Getty Images
Sunderland hefur sektað varnarmanninn Titus Bramble fyrir sverta nafn félagsins eins og það var orðað í yfirlýsingu.

 

Bramble hlaut hámarkssekt, tveggja vikna laun, en ekki er farið nánar út í ástæðurnar í yfirlýsingunni.

Honum var hins vegar vikið tímabundið frá störfum eftir að hann var hantekinn fyrir kynferðislega áreitni og vörslu á eiturlyfi í síðasta mánuði.

Eiturlyfjakæran hefur nú verið dregin til baka en Bramble þarf að svara fyrir kærur um kynferðislega áreitni í dómssal á fimmtudaginn. Lögfræðingur Bramble segir hann staðfastlega neita ásökunum.

Bramble spilaði síðast fyrir Sunderland þegar að liðið tapaði fyrir Norwich, 2-1, í september síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×