Enski boltinn

Toure þarf að greiða 137 milljónir í sekt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Toure í leik með Manchester City nú í haust.
Toure í leik með Manchester City nú í haust. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Manchester City hafa ákveðið að sekta Kolo Toure um sex vikna laun fyrir að falla á lyfjaprófi, samkvæmt enskum fjölmiðlum. Toure er sagður ekki ætla að andmæla refsingunni.

Toure hefur þegar tekið út leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi fyrr á þessu ári. Hann tók inn megrunarlyf eiginkonu sinnar og var ekki meðvitaður um að efni í lyfinu væri á bannlista.

Toure er byrjaður að æfa á nýjan leik en mál þetta hefur dregist mjög á langinn. Talið er að sektin nemi alls 740 þúsundum punda, eða tæpum 137 milljónum króna.

Sjálfur er Toure sagður áhugasamur um að afgreiða mál þetta burt úr sínu lífi og halda áfram með knattspyrnuferil sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×