Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Búið spil hjá Grétari Rafni?

Grétar Rafn Steinsson var ekki í liði Bolton í 5-0 sigri liðsins gegn Stoke. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport veltu menn upp þeirri kenningu að Grétar Rafn verði ekki aftur í liði Bolton á þessari leiktíð.

Joe Riley, tvítugur leikmaður Bolton, þreytti frumraun sína í stöðu hægri bakvarðar í leiknum og þótti standa sig vel. Samningur Grétars Rafns rennur út í sumar og hafa engar fréttir borist af viðræðum á milli aðila um nýjan samning.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×