Enski boltinn

Lindegaard: Titillinn er ekki undir um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Anders Lindegaard, markvörður Manchester United, á von á harðri titilbaráttu allt til loka tímabilsins og að leikur helgarinnar gegn Manchester City muni ekki hafa úrslitaáhrif á þá baráttu.

Lindegaard segir á enn fremur von á því að Chelsea muni blanda sér í baráttuna af miklum krafti.

„Fyrir fjórum leikjum hefði ég sagt að baráttan myndi standa á milli City og United. En Chelsea hefur átt góðu gengi að fagna og það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé bara á milli Manchester-liðanna,“ sagði Lindegaard við enska fjölmiðla. „Það er enn of lítið liðið af tímabilinu.“

„City lítur mjög vel út. Það eru tveir góðir leikmenn fyrir hverja stöðu í byrjunarliðinu, alveg eins og hjá okkur. Það er enginn vafi á því að þetta verður hörð titilbarátta allt til loka.“

Lindegaard er danskur og var keyptur frá Álasundi í Noregi í upphafi ársins. Hann segir að það hafi helst komið sér á óvart að undirbúningi United fyrir leiki sína er alltaf háttað eins.

„Það skiptir engu máli við hverja er verið að spila, hvort sem það er Chelsea eða Crawley. Það er alltaf lagt jafn mikið í undirbúninginn og virðist það vera einn af hornsteinum þessa félags.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×