Enski boltinn

Eigandi Liverpool: Algjört bull að við ætlum okkur að leggja niður fallbaráttuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Henry í einkaflugvélinni sinni.
John Henry í einkaflugvélinni sinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Henry, eignandi Liverpool, segir ekkert til í þeim fréttum sem komu út í vikunni að bandarísku eigendurnir í ensku úrvalsdeildinni væru að íhuga það að leggja niður fallbaráttuna og loka deildinni í næstu framtíð.

Richard Bevan, stjórnarformaður í samtökum knattspyrnustjóra, lét hafa það eftir sér að amerísku og asísku eigendurnir í ensku úrvalsdeildinni hefðu verið að tala saman um umræddar breytingar sem væru í áttina til þess sem tíðkast í bandarískum atvinnuíþróttum.

Viðbrögðin við þessum fréttum vorum mjög hörð úr öllum áttum enda flestir sammála um það að fallbaráttan sé stór og mikilvægur þáttur í velgengni ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er algjör bull og þetta hefur aldrei verið rætt innan okkar raða," sagði John Henry við Associated Press.

Helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga en fjórtán af tuttugu félögum þyrftu að samþykkja svona breytingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×