Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 20:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir. Íslenski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir.
Íslenski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira