Enski boltinn

Chelsea mætir Liverpool í deildabikarnum

Eiri´kur STefán Ásgeirsson skrifar
Chelsea og Liverpool mætast á ný.
Chelsea og Liverpool mætast á ný. Nordic Photos / Getty Images
Dregið var í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar nú í hádeginu en stórleikur umferðarinnar verður viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge.

Það verður reyndar annar risaslagur á Emirates-leikvanginum þar sem heimamenn í Chelsea taka á móti Manchester City.

Manchester United fékk heimaleik gegn Crystal Palace og þá mæta Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn.

Leikirnir eru settir þann 29. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×