Mancini: Getum ekki alltaf skorað 4-5 mörk í leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 22:45 Roberto Mancini, stjóri City. Nordic Photos / Getty Images Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. Leiknum lauk með 3-1 sigri City en úlfarnir náðu þó að minnka muninn í 2-1 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn tryggðu sér þó endanlega sigurinn með marki í blálokin. Mancini sagði eftir leikinn að leikmenn þurfi líka að kunna að vera þolinmóðir. „Það er mikilvægt því við getum ekki skorað 4-5 mörk í hverjum einasta leik. Ég veit ekki hvað við fengum mörg færi í fyrri hálfleik en markvörðurinn þeirra varði mjög vel.“ „Við spiluðum vel í seinni hálfleik en það er stundum erfitt að skora. Það var mjög mikilvægt að vinna Wolves í dag.“ City vann 6-1 sigur á United um síðustu helgi en Mancini hvetur þó stuðningsmenn liðsins til stillingar. „Ég vil ekki að þeir haldi að hver einasti leikur verði auðveldur. Leikmenn þurfa alltaf að leggja sig hundrað prósent fram því leikir geta breyst á augabragði. Það sýndi rauða spjaldið í dag,“ sagði hann og átti þar við er Vincent Kompany fékk rautt og um leið dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik. Wolves skoraði úr vítinu og hleypti þar með spennu í leikinn. City mætir Villarreal á þriðjudaginn og ákvað Mancini því að byrja með Mario Balotelli á bekknum í dag. „Sergio þarf að spila eftir að hafa jafnað sig á meiðslum og Edin Dzeko var góður í síðasta leik. Það er líka mikilvægt að hvíla Mario af og til.“ Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. Leiknum lauk með 3-1 sigri City en úlfarnir náðu þó að minnka muninn í 2-1 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn tryggðu sér þó endanlega sigurinn með marki í blálokin. Mancini sagði eftir leikinn að leikmenn þurfi líka að kunna að vera þolinmóðir. „Það er mikilvægt því við getum ekki skorað 4-5 mörk í hverjum einasta leik. Ég veit ekki hvað við fengum mörg færi í fyrri hálfleik en markvörðurinn þeirra varði mjög vel.“ „Við spiluðum vel í seinni hálfleik en það er stundum erfitt að skora. Það var mjög mikilvægt að vinna Wolves í dag.“ City vann 6-1 sigur á United um síðustu helgi en Mancini hvetur þó stuðningsmenn liðsins til stillingar. „Ég vil ekki að þeir haldi að hver einasti leikur verði auðveldur. Leikmenn þurfa alltaf að leggja sig hundrað prósent fram því leikir geta breyst á augabragði. Það sýndi rauða spjaldið í dag,“ sagði hann og átti þar við er Vincent Kompany fékk rautt og um leið dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik. Wolves skoraði úr vítinu og hleypti þar með spennu í leikinn. City mætir Villarreal á þriðjudaginn og ákvað Mancini því að byrja með Mario Balotelli á bekknum í dag. „Sergio þarf að spila eftir að hafa jafnað sig á meiðslum og Edin Dzeko var góður í síðasta leik. Það er líka mikilvægt að hvíla Mario af og til.“
Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira