Íslenski boltinn

Guðjón Árni á leið í FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Árni í leik með Keflavík í sumar.
Guðjón Árni í leik með Keflavík í sumar. Mynd/Vilhelm
Guðjón Árni Antoníusson er á förum frá Keflavík og mun líklega spila með FH-ingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Guðjón Árni er uppalinn hjá Víði í Garði en hefur leikið með Keflavík alla sína tíð í meistaraflokki. Þar hefur hann verið lykilmaður undanfarin ár en þar sem hann ætlar í nám í Reykjavík vill hann spreyta sig með öðru liði í Pepsi-deildinni.

FH hefur því líklega orðið fyrir valinu en fyrir ári síðan gekk annar lykilmaður Keflavíkur, Hólmar Örn Rúnarsson, til liðs við Hafnfirðinga - sem og bakvörðurinn Alen Sutej sem spilaði þó ekkert í sumar vegna meiðsla.

Þetta eru góðar fréttir fyrir FH sem mun styrkja varnarleik sinn með tilkomu Guðjóns Árna. Hann getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður.

Hann er á 28. aldursári og á að baki 201 leik í deild og bikar með Keflavík og hefur hann skorað í þeim alls fimmtán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×