Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Kolbeinn Tumi Daðason í Kórnum skrifar 2. maí 2011 17:52 Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira
Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira
Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33
Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22