Enski boltinn

Stelur Manchester United þessum strák af Porto? - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Honum hefur verið líkt við Lionel Messi og þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims. Hinn 17 ára gamli Juan Manuel Iturbe hefur farið á kostum með argentínska 20 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Perú.

Iturbe var búinn að samþykkja það í síðasta mánuði að fara til Porto í Portúgal þegar hann verður átján ára gamall en það gæti nú breyst því samkvæmt fréttum frá Portúgal þá hefur enska stórliðið Manchester United hefur mikinn áhuga á stráknum.

Hér fyrir ofan má sjá hann skora glæsilegt mark ala Maradona á móti Chile en með því að smella hér má sjá sigurmark hans gegn Brasilíu strax í næsta leik.

Juan Manuel Iturbe mun verða áfram hjá Cerro Porteno þar til að hann nær lögaldri en hann verðu 18 ára gamall 4.júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×