Enski boltinn

Di Matteo rekinn frá WBA

Elvar Geir Magnússon skrifar

West Bromwich Albion hefur sparkað knattspyrnustjóranum Roberto Di Matteo en liðinu hefur vegnað illa að undanförnu. WBA tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær en það var þrettánda tap liðsins í 18 leikjum í öllum keppnum.

WBA er nú aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Í tilkynningu frá stjórn félagsins segir að ákvörðunin hafi verið gríðarlega erfið en Michael Appleton tekur við stjórnartaumunum tímabundið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×