Enski boltinn

Fabregas líka veikur - missir af leik Spánar og Kólumbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal.
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal. Mynd/AFP
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, mun ekki spila með spænska landsliðinu á miðvikudaginn vegna veikinda. Hann þjáist af magakveisu en það er hugsanlega eitthvað að ganga í Arsenal-liðinu því Robin Van Persie sagði líka út úr hollenska landsliðinu vegna veikinda.

Spænska sambandið sagði á heimasíðu sinni að Fabregas hafi ákveðið að vera áfram í London eftir að ráðfært sig við lækna Arsenal-liðsins.

Líkt og Van Persie þá spilaði Fabregas í 4-4 jafntefli Arsenal og Newcastle um helgina. Arsenal-liðið klúðraði niður fjögurra marka forskoti í leiknum sem gæti orðið liðinu dýrkeypt í baráttunni um meistaratitilinn.

Leikur Spánverja og Kólumbíumanna fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn en landslið Kólumbíu er í fimmtugasta sæti á styrkleikalista FIFA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×