Fylkir komst í kvöld í undanúrslit Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu þegar liðið sigraði FH 3-2 í dramatískum leik á Árbæjarvelli. Fylkir lenti tvívegis undir en skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.
FH sem leikur í 1. deild veitti úrvalsdeildarliði Fylkis mikla mótspyrnu í leiknum. Aníta Lísa Svansdóttir kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Anna Björg Björnsdóttir jafnaði fyrir leikhlé. Aníta Lísa var aftur á ferðinni á 59. mínútu og kom Hafnfirðingum yfir og stefndi í óvænt úrslit.
Árbæingar sögðu þá hingað og ekki lengra. Fyrst jafnaði Ruth Þórðardóttir metin á 70. mínútu og það var svo Laufey Björnsdóttir sem skoraði sigurmark Fylkis úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok.
Nú standa yfir viðureignir KR og Grindavíkur í Vesturbænum og Stjörnunnar og Vals í Garðabænum.
Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.
Fylkir í undanúrslit Valitor-bikars kvenna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
