Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 16:00 Guðni Bergsson og Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira