Van Persie með tvö í sigri Arsenal - Wigan náði jafntefli á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2011 17:02 Robin van Persie fagnar öðru marka sinna. Mynd/AP Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Úlfunum á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag og minnkaði Arsenal því forskot Manchester United á toppnum aftur niður í fjögur stig. Wigan náði jafntefli á móti Liverpool á Anfield og West Ham náði stigi þrátt fyrir að hafa lent 3-0 undir. Arsenal minnkaði forskot Manchester United aftur í fjögur stig eftir 2-0 sigur á Wolves en Úlfarnir höfðu unnið United um síðustu helgi. Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum og hefur því skorað níu mörk í síðustu fimm deildarleikjum. Van Persie kom Arsenal í 1-0 með góði viðstöðulausu skoti á 16. mínútu leiksins eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Cesc Fabregas. Van Persie kom Arsenal í 2-0 á 56. mínútu eftir hraða sókn. Fabregas stakk boltanum inn á Theo Walcott sem lagði hann í fyrsta fyrir á Van Persie sem skoraði af mikilli yfirvegun. Arsenakl var miklu betra liðið í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. Luis Suarez í leiknum í dag.Mynd/AP Luis Suarez var í byrjnarliði Liverpool í fyrsta sinn og skaut bæði í stöngina og slánna í leiknum en tókst ekki að skora þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Wigan. Liverpool var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn. Raul Meireles kom Liverpool í 1-0 á 24. mínútu þegar hann hamraði boltann viðstöðulaust rétt innan vítateigs eftir að fyrirgjöf Fabio Aurelio hafði viðkomu í varnarmanni. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sex leikjum. Steve Gohouri jafnaði metin á 65. mínútu eftir að Antolin Alcaraz skallaði fyrirgjöf Charles N'Zogbia til hans en það var mikil rangstöðulykt af markinu. Nikola Zigic tryggði Birmingham 1-0 sigur á Stoke með marki í uppbótartíma en það var hinsvegar ekkert mark skoraði í jafntefli Blackburn og Newcastle á Ewood Park. Roy Hodgson var í stúkunni og sá nýju lærisveina sína glutra niður 3-0 forystu.Mynd/AP Blackppol og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í upphafi leiks. Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa í 1-0 á 10. mínútu eftir stungusendingu frá Darren Bent en Elliot Grandin jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Charlie Adam. Aston Villa lék manni færra síðustu 20 mínúturnar eftir að Jean Makoun fékk beint rautt spjald. West Bromwich og West Ham gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum fallbaráttuslag. West Bromwich Albion byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum undir stjórn Roy Hodgson því liðið komst í 3-0 eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. West Ham náði að jafna metin í seinni hálfleik þar sem Demba Ba skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliði West Ham.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Jonas Olsson og Carlton Cole í skallaeinvígi í leiknum.Mynd/APManchester United-Manchester City 2-1 1-0 Nani (41.), 1-1 David Silva (65.), 2-1 Wayne Rooney (78.) Arsenal-Wolves 2-0 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Robin van Persie (56.)Birmingham-Stoke 1-0 1-0 Nikola Zigic (90.+3)Blackburn-Newcastle 0-0Blackpool-Aston Villa 1-1 0-1 Gabriel Agbonlahor (10.), 1-1 Elliot Grandin (14.)Liverpool-Wigan 1-1 1-0 Raúl Meireles (24.), 1-1 Steve Gohouri (65.)West Bromwich-West Ham 3-3 1-0 Graeme Dorrans (3.), 2-0 Jerome Thomas (8.), 3-0 Sjálfsmark (31.), 3-1 Demba Ba (51.), 3-2 Carlton Cole (57.), 3-3 Demba Ba (83.) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Úlfunum á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag og minnkaði Arsenal því forskot Manchester United á toppnum aftur niður í fjögur stig. Wigan náði jafntefli á móti Liverpool á Anfield og West Ham náði stigi þrátt fyrir að hafa lent 3-0 undir. Arsenal minnkaði forskot Manchester United aftur í fjögur stig eftir 2-0 sigur á Wolves en Úlfarnir höfðu unnið United um síðustu helgi. Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum og hefur því skorað níu mörk í síðustu fimm deildarleikjum. Van Persie kom Arsenal í 1-0 með góði viðstöðulausu skoti á 16. mínútu leiksins eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Cesc Fabregas. Van Persie kom Arsenal í 2-0 á 56. mínútu eftir hraða sókn. Fabregas stakk boltanum inn á Theo Walcott sem lagði hann í fyrsta fyrir á Van Persie sem skoraði af mikilli yfirvegun. Arsenakl var miklu betra liðið í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. Luis Suarez í leiknum í dag.Mynd/AP Luis Suarez var í byrjnarliði Liverpool í fyrsta sinn og skaut bæði í stöngina og slánna í leiknum en tókst ekki að skora þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Wigan. Liverpool var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn. Raul Meireles kom Liverpool í 1-0 á 24. mínútu þegar hann hamraði boltann viðstöðulaust rétt innan vítateigs eftir að fyrirgjöf Fabio Aurelio hafði viðkomu í varnarmanni. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sex leikjum. Steve Gohouri jafnaði metin á 65. mínútu eftir að Antolin Alcaraz skallaði fyrirgjöf Charles N'Zogbia til hans en það var mikil rangstöðulykt af markinu. Nikola Zigic tryggði Birmingham 1-0 sigur á Stoke með marki í uppbótartíma en það var hinsvegar ekkert mark skoraði í jafntefli Blackburn og Newcastle á Ewood Park. Roy Hodgson var í stúkunni og sá nýju lærisveina sína glutra niður 3-0 forystu.Mynd/AP Blackppol og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í upphafi leiks. Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa í 1-0 á 10. mínútu eftir stungusendingu frá Darren Bent en Elliot Grandin jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Charlie Adam. Aston Villa lék manni færra síðustu 20 mínúturnar eftir að Jean Makoun fékk beint rautt spjald. West Bromwich og West Ham gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum fallbaráttuslag. West Bromwich Albion byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum undir stjórn Roy Hodgson því liðið komst í 3-0 eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. West Ham náði að jafna metin í seinni hálfleik þar sem Demba Ba skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliði West Ham.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Jonas Olsson og Carlton Cole í skallaeinvígi í leiknum.Mynd/APManchester United-Manchester City 2-1 1-0 Nani (41.), 1-1 David Silva (65.), 2-1 Wayne Rooney (78.) Arsenal-Wolves 2-0 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Robin van Persie (56.)Birmingham-Stoke 1-0 1-0 Nikola Zigic (90.+3)Blackburn-Newcastle 0-0Blackpool-Aston Villa 1-1 0-1 Gabriel Agbonlahor (10.), 1-1 Elliot Grandin (14.)Liverpool-Wigan 1-1 1-0 Raúl Meireles (24.), 1-1 Steve Gohouri (65.)West Bromwich-West Ham 3-3 1-0 Graeme Dorrans (3.), 2-0 Jerome Thomas (8.), 3-0 Sjálfsmark (31.), 3-1 Demba Ba (51.), 3-2 Carlton Cole (57.), 3-3 Demba Ba (83.)
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira