Enski boltinn

Massey fékk að heyra það úr stúkunni í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sian Massey á línunni í dag.
Sian Massey á línunni í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aðstoðardómarinn Sian Massey var á línunni í leik Blackpool og Aston Villa á Bloomfield Road í ensku úrvalsdeildinni í dag og hún fékk að heyra það frá orðljótum stuðningsmönnum úr stúkunni sem beindu mörgum köllum og söngvum sínum að henni.

Massey komst í fréttirnar eftir leik Liverpool og Wolves á dögunum þegar tveir sjónvarpsmenn Sky Sports, Andy Gray og Richard Keys, lýstu vonbrigðum sínum með að kona væri í dómarateymi leiksins þegar þeir voru að spjalla sín á milli fyrir leikinn. Þeir báðust afsökunar á ummælum sínum en hættu síðan báðir hjá Sky, Gray var rekinn en Keys fór í burtu af sjálfsdáðum.

Ian Holloway, stjóri Blackpool, sagði eftir að leikinn að hann hafi ekki verið hrifinn af mörgum söngvunum sem heyrðust á leiknum. Einn af þeim var "Það er aðeins einn Andy Gray."

Þetta var fyrsti leikur Sian Massey í ensku úrvalsdeildinni síðan að þetta mál kom upp en Howard Webb dæmdi leikinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×