Enski boltinn

Meireles: Ekki markmiðið að verða markahæstur hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Meireles fagnar sigurmarkinu á móti Chelsea.
Raul Meireles fagnar sigurmarkinu á móti Chelsea. Mynd/AP
Portúgalinn Raul Meireles hefur farið á kostum í sigurgöngu Liverpool að undanförnu og hann hefur blómstrað síðan að Kenny Dalglish tók við liðinu. Meireles hefur skorað 4 mörk í síðustu 5 leikjum og þar á meðal er sigurmarkið á móti Chelsea um síðustu helgi.

„Stuðningsmennirnir hafa stutt við bakið á mér frá byrjun en eftir mörkin þá hef ég fundið fyrir enn meiri stuðningi," sagði Raul Meireles.

„Ég er harður nagli en ég verð mjög hjartnæmur þegar þeir syngja nafnið mitt í leikjum. Það er einstök upplifun," sagði Meireles.

„Ég er að sjálfsögðu ánægður með mörkin mín en það er ekki markmiðið hjá mér að verða markahæstur hjá Liverpool. Ég þekki vel takmörk mín á vellinum en reyni alltaf að gefa 150 prósent í hvern leik," sagði Meireles.

„Ég nýt forréttinda að fá að spila með Liverpool og að spila fyrir þetta frábæra félag verður kannski stærsti draumurinn sem rætist á mínum íþróttaferli. Það er æðislegt að spila og skora mörk á Anfield," sagði Meireles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×