Enski boltinn

Didier Drogba ætlar að vera með á HM 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP
Didier Drogba ætlar að halda áfram að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar og hefur sett stefnuna á að spila á HM í Brasilíu 2014.

Drogba verður orðinn 36 ára gamall þegar keppnin fer fram í Brasilíu en þetta yrði þá þriðja heimsmeistarakeppnina hans.

„Ég er ekki á lokasprettinum á landsliðsferli mínum," sagði Didier Drogba eftir vináttulandsleik á móti Malí í vikunni sem einhverjir vildu meina að það væri hans síðast landsleikur.

„Ég ætla að spila á minni þriðju heimsmeistarakeppni í Brasilíu og ef ég verð valinn í landsliðið þá mæti ég," sagði Drogba.

„Ég ætla líka að vera með í næstu tveimur Afríkukeppnunum, 2012 og 2013," bætti Drogba við.

Didier Drogba lagði upp sigurmarkið fyrir Dider Ya Konan í 1-0 sigrinum á Malí en þetta var fyrsti landsleikur hans síðan á HM í Suður-Afríku síðasta sumar. Fílabeinsstrandarliðið ætlaði sér stóra hluti á HM en komst ekki upp úr riðlinum.

„Ég gæti ekki hætt í landsliðinu með slíkum hætti. Ég mun ekki læðast í burtu þegar ég hætti í landsliðinu heldur mun ég kveðja stuðningsmennina og þakka fyrir mig," sagði Drogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×