Enski boltinn

Roberto Mancini: Við áttum ekki skilið að tapa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City var óhress með tapið á móti Manchester United á Old Trafford í dag. City náði að jafna leikinn á 65. mínútu en þrettán mínútum síðar skoraði Wayne Rooney frábært sigurmark.

„Wayne Rooney getur breytt öllum leikjum því hann er frábær leikmaður," sagði Roberto Mancini við BBC eftir leikinn.

„Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Við spiluðum vel en ég hef ekki áhyggjur af þessum úrslitunum því svona er fótboltinn," sagði Mancini.

„Það sem mér fannst vera mikilvægast var að við spiluðum vel í þessum leik," sagði Mancini en Manchester City er átta stigum á eftir toppliði Manchester United eftir þetta tap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×