Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 3. maí 2011 17:39 Björgólfur Takefusa var á skotskónum í kvöld. Mynd/Valli Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira