Enski boltinn

Hughes of metnaðarfullur fyrir Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kia Joorabchian, umboðsmaður Mark Hughes, segir að metnaður Fulham hafi ekki verið nægilega mikill fyrir skjólstæðing sinn sem hætti skyndilega hjá félaginu í vikunni.

„Hann er mjög metnaðarfullur knattspyrnustjóri," sagði hinn umdeildi Joorabchian sem er einnig umboðsmaður Carlos Tevez.

„Hann skoðaði hvort að Fulham hafði metnað til að bæta sig og taka skref í rétta átt. En Mark ákvað á endanum að hætta þar sem hann vill vera hjá félagi sem hefur metnað til að berjast um titla."

„Mark gaf allt sem hann átti til Fulham á þessu ári sem hann var þar og vildi vera hreinskilinn í garð félagsins."

Hann var sterklega orðaður við Aston Villa en Joorabchian segir að það hafi ekki verið tilgangurinn að komast að þar.

„Mark fór frá Fulham vegna þess að hann vildi fara sínar eigin leiðir. Villa fer líka sínar eigin leiðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×