Íslenski boltinn

Fram og Juventus búin að gera munnlegt samkomulag um Hörð

Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Mynd: Heimasíða Fram
Fram og Ítalska stórliðið Juventus hafa náð munnlegu samkomulagi um kaup Juventus á Herði Björgvini Magnússyni. Samkvæmt heimildum Vísis þá er samningurinn til langs tíma eða upp á sex til sjö ár.

Hörður Björgvin er aðeins 18 ára og samningur sem þessi er einstakur fyrir svo ungan leikmann frá Íslandi þar sem Juventus er eitt af stórliðum Evrópu. Hörður hefur verið í láni hjá félaginu undanfarið ár en hann er miðjumaður.

Samningurinn verður væntanlega undirritaður á allra næstu dögum eða rétt öðru hvoru megin við áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×