Enski boltinn

Er Gary Neville í raun frá Liverpool?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neville öskrar hér á Jamie Carragher í leik United gegn Liverpool í fyrra.
Neville öskrar hér á Jamie Carragher í leik United gegn Liverpool í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Gary Neville hefur allan sinn feril gert öllum ljóst að hann er ekki hrifinn af Liverpool, hvorki knattspyrnufélaginu né íbúum borgarinnar.

„Ég þoli ekki Liverpool, mér finnst fólkið óþolandi og vil ekkert með það hafa," var haft eftir Neville á sínum tíma en hann lék allan sinn feril með Manchester United. Félögin eru erkifjendur eins og flestir vita.

En það kom svo í ljós í breskum sjónvarpsþætti í gær að langalangalangafi hans og -amma voru í raun fædd í Liverpool. Var mikið gert úr þessu og Neville færð Liverpool-treyja með nafni hans.

Neville vildi ekkert með treyjuna hafa og kastaði henni frá sér. Myndbrot úr þættinum má sjá hér, í frétt The Sun um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×