Enski boltinn

Rætt um nýjan samning Van Persie eftir áramót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, er vongóður um að Robin Van Persie muni framlengja samning sinn við félagið en sagði þó að viðræður um nýjan samning myndu ekki eiga sér stað fyrr en eftir áramót.

Núverandi samningur Van Persie rennur út í lok tímabilsins 2013 en hann hefur lítið vilja tjá sig um samningsmálin sín.

„Hann vill ekki tala um þetta eins og er og virðum við það. Ég held að við munum taka þetta mál upp þegar lítið verður eftir af tímabilinu,“ sagði Hill-Wood.

„En við vonumst auðvitað til þess að hann muni skrifa undir nýjan samning. Ég trúi því ekki að hann sé óánægður hjá okkur og tel því enga ástæðu til að óttast annað en að hann sé viljugur að vera áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×