Enski boltinn

Lampard fyrirliði á móti Spánverjum - Terry á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur ákveðið að Frank Lampard verði fyrirliði enska liðsins á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar á Wembley á morgun. John Terry mun hinsvegar byrja á bekknum.

Capello sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi verið búinn að ákveða þetta löngu áður en John Terry var sakaður um kynþáttafordóma gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR. Terry mun hinsvegar koma aftur inn í liðið fyrir leik á móti Svíum í næstu viku og mun þá bera fyrirliðabandið að nýju.

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem Frank Lampard ber fyrirliðaband enska landsliðsins en hann var einnig fyrirliði þegar Englendingar unnu 2-1 sigur á Dönum á Parken í febrúar.

Gabriel Agbonlahor verður ekki með enska landsliðinu vegna tognunar aftan í læri og hefur þegar yfirgefið enska landsliðið og farið í meðferð hjá liði sínu Aston Villa.



Lampard fyrirliði á móti Spánverjum - Terry á bekknum

 

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur ákveðið að Frank Lampard verði fyrirliði enska liðsins á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar á Wembley á morgun. John Terry mun hinsvegar byrja á bekknum.

 

Capello sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi verið búinn að ákveða þetta löngu áður en John Terry var sakaður um kynþáttafordóma gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR. Terry mun hinsvegar koma aftur inn í liðið fyrir leik á móti Svíum í næstu viku og mun þá bera fyrirliðabandið að nýju.

 

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem Frank Lampard ber fyrirliðaband enska landsliðsins en hann var einnig fyrirliði þegar Englendingar unnu 2-1 sigur á Dönum á Parken í febrúar.

 

Gabriel Agbonlahor verður ekki með enska landsliðinu vegna tognunar aftan í læri og hefur þegar yfirgefið enska landsliðið og farið í meðferð hjá liði sínu Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×