Enski boltinn

Benitez hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez.
Rafael Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hann væri tilbúinn til að taka við enska landsliðinu af Fabio Capello.

Þrátt fyrir að hafa verið látinn fara frá Liverpool og Inter síðastliðin tvö tímabil þá lítur sá spænski greinilega enn stórt á sig og hefur einnig líst yfir áhuga á að taka yfir spænska landsliðinu.

„Já af hverju ekk?,“ sagði Benitez við fjölmiðla hvort hann væri tilbúinn að taka við landsliðunum.

„Það er allir að tala um stöðu Capello í Englandi og ef hann hættir með liðið þá er ég klár í hans stað“.

„Ég væri einnig mjög til í að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Það hafa komið tilboð til mín frá Asíu, Rússlandi og Suður Afríku, en ég vill vera áfram í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×